UNAGI – The Model One – Sea Salt
UNAGI er hágæða rafhlaupahjól fyrir þá sem vilja fallega og stílhreina hönnun.
Það er ekkert sem kemst nálægt UNAGI þegar þú berð saman hjól í svipuðum stærðarflokk.
Hjólið er aðeins 12kg og kemst því auðveldlega í farangursrými á bíl og auðvelt að taka það með hvert sem er. Það sem UNAGI hefur framyfir önnur hjól í sama stærðarflokk er drif á báðum dekkjum og mikið tog þannig brekkur eru ekki vandamál hvort sem það eru unglingar á hjólinu eða fullorðið fólk.
Það kom okkur mest á óvart hvað hjólið er með öfluga mótorbremsu og aksturseiginleikar alveg frábærir.
UNAGI er ekki selt sem leiktæki heldur frábært farartæki. Margir líkja UNAGI við Apple rafhjólanna og þar erum við sammála þegar við skoðum gæði og hönnun.
Hvetjum alla til að koma og skoða og taka hring, þá er ekki aftur snúið.
119.990 kr. 89.990 kr.