Garmin VIRB 360

119.900 kr.

Harðgerð, Vatnsheld 360-gráðu Myndavél með 5,7K/30fps upplausn og 4K Kúlulaga Mynd-stöðugleika

  • Upplausn allt að 5.7k/30fps ósamansett-mynd og 4K/30fps með innbyggðri myndasamsetningu
  • 4 hljóðnemar sem taka upp 360-gráðu hljóð
  • 4K kúlulaga mynd-stöðugleiki heldur myndinni silkimjúkri þrátt fyrir hreyfingu
  • Innbyggðir skynjarar veita þér 360° sýndarveruleika upplýsingar með G-Metrix™ tækni
  • Frítt klippiforrit sem auðvelt er í notkun, hægt er að sækja VIRB® snjallsímaforritið eða VIRB® Edit sem gerir þér kleyft að klippa, minnka hristing, deila og bætt við upplýsingum eins og hraða og þyngdaraflstölur við myndbandið
  • Taktu upp stanslaust í meira en klukkutíma á einni hleðslu án þess að ofhitna.
Síminn Pay Léttkaup
kr/mán
(m.v. mán)

mán.

Miðað við greiðslur á % vöxtum.

Aðeins % lántökugjald og kr. færslugjald á mánuði.

Árleg hlutfallstala kostnaðar: %.

Heildarkostnaður: kr.

  • Lýsing

Lýsing

Lýsing

https://www.youtube.com/playlist?list=PLCnuc6xd15eqqRS1jqTaIrUihT8UXVW93

VIRB 360 er fyrsta sinnar tegundar til að taka upp frábæra 360-gráðu reynslu í hárri upplausn og 360° hljóði. Með VIRB 360 kemstu hjá því að þurfa sökkva tíma í það að klippa, í stað þess getur hún með einum smelli gert myndina stöðuga og streymt næsta ævintýri þínu.

Áður Óséð 360-gráðu Reynsla, Með Alvöru 360° Mynbandsupptöku og 360° Hljóðupptöku

Ef það er minningavert er VIRB 360 þess virði. Þessi harðgerða og vatnshelda myndavél lifir undir nafni þegar það kemur að 360° upptöku, síðan geturðu gleymt öllum tímanum sem myndi fara í það að sauma saman myndbandið þitt því VIRB 360 mun sjá um það alfarið. Hinsvegar ef þú vilt enn hærri upplausn þá geturðu tekið upp í 5.7K/30fps ósamansett.

Þú getur valið á milli mismunandi upptöku-ham eins og timelapse, handvirkt og fleira. Þú getur meira að segja tekið ljósmyndir, timelapse og Travelapse™ allt að 15 megapixlum. Það blandað við 360° hljóð mun gera reynsluna ríkari þegar þú vilt skoða ævintýrið eftir á.

QuickFit bands

Klipptu Myndbönd og Streymdu á Ferðinni

Þú getur nýtt þér eiginleika forritana VIRB Mobile app og VIRB Edit, með þeim geturðu klippt, gert myndbandið stöðugt og bætt við G-Matrix upplýsingum sem dæmi: GPS hraði, aflmælingar, hæð og fleira. Síðan með snjallsímaforritinu geturðu tengst myndavélinni og stjórnað stillingum og séð rauntíma 360° myndband, síðan geturðu auðvitað líka streymt í beinni á Youtube og Facebook.

Bættu Við Flottum Upplýsingum með G-Metrix

Gerðu upplifunina raunverulega með innbyggðum mælum eins og GPS, GLONASS, loftvog (Barometer), hreyfiskynjara og fleira. Allir þessir skynjarar koma saman til að sýna virkilega hvernig allt fór fram, hversu hratt þú fórst niður skíðabrekkuna eða hversu mikill kraftur var í beygjunni í kappakstrinum og allt þetta í 360° sýndarveruleika. Síðan eru auðvitað allskonar aukahlutir sem hjálpa þér að festa, stjórna og nýta tækið sem best.

Stjórnaðu Með Röddinni

“OK Garmin, start recording.” er það eina sem þú þarft að segja til þess að vélin byrji að taka upp í 4K 360° myndgæðum, því þegar þú ert að fljúga niður fjallið á skíðum eða ert á fullri ferð á hjólinu viltu ekki sleppa annari hendi bara til þess að þreifa eftir upptökutakkanum. Síðan geturðu auðvitað líka tekið 360° með orðunum „OK Garmin, take a photo“ það gerist ekki auðveldara. Ef það gerist líka eitthvað magnað þá geturðu sagt „remember that“ og þá ertu búin að merkja inn á myndbandið þannig þegar þú ert að klippa sérðu strax það sem þú vilt sjá.

Vatnsheld Niður að 10m Dýpi

Þessi harðgerða myndavél er tilbúin í hvaða ævintýri sem er, hvort það sé flúðasiglingar eða barnaafmæli. VIRB 360 er vatnsheld niður að 10 metra dýpi og getur tekið upp í meira en klukkutíma á aðeins einni rafhlöðu. Með skjánum sem er staðsettur ofan á vélinni er hægt að sjá stöðu rafhlöðu, hversu lengi hún getur tekið upp, ham, GPS stöðu og WiFi snjallsímasamband.

VIRB 360 er svo sannarlega fjölhæf.

Skoðaðu Ævintýrið í 360° Myndbandi

Flottast er að horfa á 360° myndböndin í snjallsíma eða spjaldtölvu í YouTube forritinu. Til þess að getað séð 360° myndbönd á borðtölvu þarf að horfa á myndbandið í Google Chrome, Mozilla Firefox eða Microsoft Edge.