inReach Mini

62.990 kr.

Flokkur:
Product price
Additional options total:
Order total:
  • Lýsing

Lýsing

Lýsing

 

inReach Mini er tækið sem þú þart ef þú vilt vera í sambandi við fólk, en ekkert símsamband er í boði. Þetta gervihnatta samskiptatæki er lófastórt og hentar vel í ferðir þar sem stærð og þyngd skiptir máli. Með inReach Mini geturðu sent og tekið á móti textaskilaboðum, skráð og deilt ferlum, og ef þarf, þá geturðu sent neyðarboð til viðbragðsaðila GEOS. Með inReach tengingu geturðu verið í sambandi við vini og fjölskildu, hvar sem þú ert í heiminum.

Ferðastu létt og verðu í góðu sambandi

Tækið er rétt um 10 cm (4″) langt, 5 cm breitt (2″) og rétt undir 100 gr (3,5oz) að þing og hentar vel í utanliggjandi vasa eða til að hafa hangandi utaná sér. Tækið sendir skilaboð í gegnum Iridium gerfihnatakerfið sem virkar um allan heim. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að vera innan drægni einhverra símamastra eða að þú sért utan þjónustusvæðis. inReach Mini virkar allstaðar.

compare

Hver svarar neyðarboðinu? GEOS

GEOS er leiðandi í björgunarlausnum og eftirliti. Þeir hafa komið að björgunaraðgerðum í yfir 140 löndum og bjargað ótal mannslífum. Þeirra verkefni er að fylgjast með allan sólahringin til að svara neyðaboðunum frá þér, skrá staðsetninguna þína og tilkynna til réttra björgunar- og viðbragðsaðila á þínu svæði. Eftir að þú sendir neyðarboð, færðu staðfestingu um að boðin hafi verið móttekin og að hjálp sé á leiðinni, og svo færðu reglulegar stöðuuppfærslur eftir því sem líður á útkallið.

Answer SOS

Fjöldi leiða til að tengjast

Þráðlaus samskipti milli tækja gera þér kleift að fjarstýra inReach Mini með samhæfanlegum Garmin handtækjum, útivistarúrum eða snjallsíma. Tækið skráir staðsetningu í gegnum GPS og geturðu deilt þeim upplýsingum með fjölskildu og vinum, hvort sem þau eru stödd heima eða á ferðalegi. Einnig geturðu deilt upplýsingunum á samfélagsmiðlum. Í tækinu er áttaviti sem sýnir stefnu og vegalengd að vegpungtum og eftir leiðum.

connect

Tengdu við snjallsíma

Fyrir meiri þægindi og notagildi geturðu tekið upplýsingar af inReach mini inná Earthmate appið  með bluetooth í gegnum samhæft Apple® eða Android™ snjalltæki. Þannig færðu aðgang að ótakmörkuðum kortum, loftmyndum og U.S. NOAA kortum þér að kostnaðarlausu. Einnig gerir appið þér kleift að nota alla inReach möguleikana í gegnum snjalltækið. Og til að einfalda öll samskipti geturðu nálgast tengiliði úr símanum í gegnum Earthmate appið.

pair

Para við Garmin Pilot™

Í flugi getur inReach Mini þjónað sem mikilvægur samskiptalinkur. Þegar tækið er tengt með bluetooth við samhæfðan snjallsíma eða spjaldtölvu, og notast er við Garmin Pilot appið, er einfalt að senda og taka á móti textaskilaboðum í flugstjórnarklefanum, jafnvel á þeim svæðum þar sem símasamband er ekkert. Appið notast við tengiliði úr símanum eða spjaldtölvunni, sem gerir öll samskipti einföld og þægileg. Þar sem að inReach Mini er GPS handtæki, getur Garmin Pilot tekið staðsetningu frá tækinu og sett inná landakort í símanum eða spjaldtölvunni. Einnig getur fjölskilda og vinir á jörðu niðri fylgst með fluginu á vefsíðu MapShare™ sem er búin til í gegnum inReach aðganginn. Einnig er hægt að deila í gegnum Facebook® eða Twitter®.

Auka flugþjónusta

inReach Mini styðst einnig við aðrar þjónustur, eins og Lockheed Martin Flight Services (LMFS), Adverse Condition Alerting Service (ACAS), Surveillance-Enhanced Search and Rescue (SE-SAR) og Enhanced Special Reporting Services (eSRS). Ef þú skráir þig fyrir ACAS upplýsingar, færðu ábendingu frá LMFS um að hafa samband til að láta vita að breyttum aðstæðum sem gætu haft áhrif á flugleið og tíma. Einnig er sjálfvirkt eftirlit í SE-SAR sem sem getur greint hugsanlegar neyðaraðstæður og/eða neyðarboð þannig að það sé samstundis hægt að koma leitar- og björgunaraðgerðum af stað.

Fáðu nýjustu veðurspár

Hægt er að velja um að fá veður upplýsingar beint í inReach Mini eða samhafanlegt snjalltæki sem er parað við Earthmate appið, þannig að þú veist hvaða aðstæðum þú átt að búast við á leiðinni. Hægt er að velja á milli Basic eða premium veðurþjónustu. Þú getur beðið um veðurupplýsingar á því svæði sem þú ert eða á þeim svæðum eða viðkomustöðum sem eru á flugleiðinni.

weather

Harðgert og endingargott inReach

Harðgert, endingargott, höggþolið (MIL-STD-810F) og vatnshelt að IPX7. inReach Mini er gert til að virka. Það er með innbyggða, endurhlaðanlega lithium rafhlöðu sem endist í allt að 50klst í upprunalegri stillingu sem skráir pungta á 10 mínútna fresti og í allt að 20 daga ef tækið er stillt á rafhlöðusparnað. Hægt að hlaða með microUSB eða með 12 volta bílhleðslutæki.

rugged

Sveigjanlegar áskriftarleiðir

Til að fá aðgang að Iridium kerfinu þarftu að skrá þig í áskrift. Hægt er að fá árlega áskrift eða sveiganlegri áskrift sem hægt er að panta mánuð fyrir mánuð þannig að það ætti að vera einfalt að finna plan sem hentar hverjum og einum.

Innifalið ótakmarkað geymslupláss og ferðaskipulagning

Öll inReach tæki koma með fríum aðgangi að Garmin Explore netsvæði til að plana ferðalegið með leiðum og vegpungtum, búa til fyrirfram skrifuð textaskilaboð, stilla og vista uppsetningu á tæki, uppfæra stýrikerfi, tengja við samfélagsmiðla, geyma staðsetningar og ferla og margt fleira.

InReach Mini