Þú finnur ekki jafn flott úr sem gerir jafn mikið. Flott mynstur á skjánum sem hverfur þegar kveiknar á honum.
Flott mynstur og snertiskjár.
Lítið, flott snjallúr með heilsuskráningu.
Getur séð snjalltilkynningar á úrinu, dagatal, smáskilaboð og símhringingar.
Fylgist með svefni, stress, orkuskráningu og telur skref.
Innbyggð íþróttaforrit fyrir yoga, öndun, brennslu og fleira.
Rafhlöðuending: allt að 5 dagar sem snjallúr.
SNJALLT OG STÍLHREINT
Þetta snjallúr er fyrsta sinnar tegundar frá Garmin. Það er einstaklega lítið, einungis 34mm skífa, með flottu mynstri og björtum snertiskjá.
KLASSÍSKT EÐA ÍÞRÓTTALEGT ÚTLIT
Hægt er að velja á milli tveggja týpa – með sílíkon eða leðuról. Þrjár gerðir eru í boði fyrir hverja týpu.
BODY BATTERY™ ORKUMÆLING
Fylgstu með orkustöðu líkamans til að sjá hvort þú sért með næga líkamsorku til að fara á æfingu eða hvort þú ættir að taka hvíld.
INNBYGGÐUR PÚLSMÆLIR
Tekur reglulega stöðuna á hjartslættinum og lætur þig vita ef púlsinn er hár á meðan þú ert í hvíld. Einnig hjálpar hann við að sýna hversu vel þú tekur á því á æfingum.
STRESS SKRÁNING
Getur sagt þér hvort að þú sért að eiga rólegan, jafnan eða stressaðan dag. Áminning um slökun minnir þig á að gera stuttar og slakandi öndunaræfingar.
SKRÁIR TÍÐARHRINGINN
Hjálpar þér að fylgjast með hvar þú ert í hringnum, skrá niður líkamleg og andleg einkenni og kennir þér hvernig þjálfun og næring hentar best fyrir hvern hluta tíðahringsins. Fáðu tilkynningar og meira í úrið með því að hlaða niður Connect IQ appinu
DRYKKJARSKRÁNING
Hjálpar þér að halda utanum hversu mikið vatn þú ert að drekka og fylgjast með muninum á milli daga.
FYLGIST MEÐ ÖNDUN
Fylgist með öndun yfir daginn, á meðan þú sefur og á æfingum eins og yoga.
SÚREFNISMETTUN
Fyrir hæðaraðlögun og svefnskráningu. Súrefnismettunarmælirinn (Pulse Ox) notar lítinn ljósgeisla til að mæla hversu vel líkaminn er að taka upp súrefni.
DRAGÐU ANDANN
Þetta úr bíður uppá nokkrar öndunaræfingar. Þegar þú vilt slaka á, geturðu byrjað öndunaræfingu, og úrið skráir niður stress og öndun til að hjálpa þér að ná betri áttum á hvernig þú ert að anda.
SVEFNSKRÁNING
Skiptir svefninum þínum niður í lausan, djúpan og REM svefn og gefur þér góða heildar mynd af svefni næturinnar. Skráir einnig upplýsingar um súrefnismettun og öndun.
SNJALLTILKYNNINGAR
Fáðu tilkynningar um tölvupóst, smáskilaboð, símtöl og margt fleira í úrið þegar það er tengt við snjallsíma.
ÖRYGGIÐ Í FYRIRRÚMI
Hægt er að senda neyðarboð úr úrinu þegar það er tengt snjallsímanum þínum.
DAGATAL
Þegar úrið hefur verið parað við samhæfan snjallsíma er hægt að skoða dagatalið þitt í úrinu.
GARMIN CONNECT
Þú getur séð heilsuupplýsingar og fleira í Garmin Connect appinu. Þar er hægt að deila gögnum með öðrum og keppa við aðra notendur eða vini.
DAGLEG HREYFING
Lily fylgist með daglegri hreyfingu eins og skrefafjölda, karloríubrennslu, æfingamínútum og fleiru.