- Lýsing
- Frekari upplýsingar
Lýsing
Lýsing
Að finna fiskinn hefur aldrei verið jafn auðvelt og með STRIKER 4. Merktu og snúðu aftur á þá staði sem gefa vel, rampa og hafnir. Þú getur einnig deilt þínum uppáhalds staðarpunktum með öðrum STRIKER og echoMAP tækjum. Smooth Scaling graffíkin sýnir þér alltaf skýra mynd þegar þú skiptir á milli dýptarstillinga. Tækið leyfir þér einnig að spóla til baka í dýptarmyndinni til að vera viss um að ekkert sleppi framhjá þér. Auk þess sem tækið er með innbyggðu flasher mode og sýnir þér siglingarhraða.
Sjáðu skýrt með CHIRP
STRIKER 4 kemur með 77/200 CHIRP botnstykki, sem gefur þér skýrari mynd af botni og fisk en eldri 77/200 kHz botnstykki.
Í stað þess að senda einungis á einni tíðni sendir CHIRP á stanslausu tíðnissviði, allt frá lágri í háa, og túlkar hverja og eina þegar þær koma til baka. Vegna þess að CHIRP sendir út á tíðnissviði getur tækið búið til miklu betri myndir en ef það væri að nota eldri týpu af botnstykki.


Þú getur merkt staði með næmum GPS móttakara
Ólíkt öðrum dýptarmælum kemur STRIKER með innbyggðum og nákvæmum GPS móttakara, svo þú sjáir alltaf hvar þú ert. Það gerir þér meira að segja kleift að merkja staði þar sem þú fiskar vel svo þú getir fundið þá aftur í framtíðinni. Þú getur einnig merkt hafnir, rampa og aðra staði. Ef þú vilt fara til baka fylgdu þá bara leiðinni sem þú sérð á skjánum.
Þú siglir auðveldlega með staðarpunktum
Vegna þess að STRIKER er með innbyggðum GPS móttakara getur þú alltaf séð staðsetninguna þína miðað við staðarpunkta sem þú hefur merkt. Þú notar staðarpunkta til að skoða, merkja og sigla á staði eins og hafnir, rampa eða góð fiskisvæði.
Hraðamælir á skjánum
Þú getur séð hraðan sem þú siglir á hratt og auðveldlega á skjánum á STRIKER. Það er frábært til þess að vera viss um að þú sért að sigla á réttum hraða miðað við beituna sem þú ert að nota og fiskinn sem þú ætlar að veiða.
Fiskaðu lóðrétt með innbyggðri sneiðmynd
STRIKER fylgir einnig sneiðmynd. Hvenær sem er þegar þú ert kyrr, t.d. að dorga, getur þú séð botninn og úr hverju hann er gerður (hörðu eða mjúku efni) – þú sérð beituna og dýpið sem fiskarnir synda á.
Þú getur farið með STRIKER hvert sem er
Ferðasett fyrir STRIKER er hægt að fá, svo þú getir notað hann á kajak, kanó eða í dorgi. Það inniheldur innbyggða, endurhlaðanlega rafhlöðu með hleðslutæki, innbyggðri snúru fyrir botnstykki og festingar fyrir tækið sjálft.
Frekari upplýsingar
Brand |
---|