HANNAÐ FYRIR DAGLEGA NOTKUN
Þetta snjallúr kemur með sterku Corning® Gorilla® Glass 3, það er mjög einfalt að skipta um ól og er það hugsað sem hversdags- og æfingarúr sem þú getur alltaf verið með á hendinni. Hafðu það á þér í sundi, því að það er vatnshelt að 5 ATM. Skjárinn er alltaf í gangi, hann er glampavarinn, og einfalt að lesa á hann við öll birtuskilyrði. Góð rafhlaða er í úrinu sem gefur þér 7 daga endingu ef úrið er notað sem snjallúr, 15 tíma með GPS og allt að 5 tíma ef úrið er notað með GPS og tónlist.
MYNDRÆNAR LEIÐBEININGAR
Nú er óþarfi að finna video af æfingum á netinu. Í úrinu er hreyfimyndir fyrir brennslu, lyftingar, yoga og pilates sem einfalt er að fara eftir. Hægt er að sækja fleiri æfingar með hreyfimyndum á Garmin Connect.
ALLAR ÞÍNAR UPPÁHALDS ÆFINGAR
Í úrinu eru yfir 20 forhlaðnar GPS og innandyra æfingar – þar með talið ganga, hlaup, hjól, sund í laug, golf og margt fleira. Þetta úr hentar vel í alla hreyfingu. Einnig er hægt að búa til sérsniðna æfingu í Garmin Connect appinu.
DRAGÐU ANDANN
Þetta úr bíður uppá nokkrar öndunaræfingar. Þegar þú vilt slaka á, geturða byrjað öndunaræfingu, og úrið skráir niður stress og öndun til að hjálpa þér að ná betri áttum á hvernig þú ert að anda.