Zero 9 rafhlaupahjól
119.990 kr.
- Það er ekki ofsögum sagt að Zero 9 hafi tekið íslenska rafhlaupahjólamarkaðinn með trompi þegar það kom fyrst á markað á vormánuðum 2020. Þetta létta en öfluga rafhlaupahjól er búið 600W rafmótor og 10,5 Ah rafhlöðu sem dregur allt að 35 km. Zero 9 sker sig aðeins úr Zero línunni þar sem það er með lágu ástigi á stigbrettið og hefur því lágan þyngdarpunkt og gott jafnvægi. Stýrið er hæðarstyllanlegt og einnig er hægt að leggja handföngin niður með stýrisstammanum til þess að það fari enn minna fyrir því í flutningi eða geymslu. Stigbrettið, sem er 52 x 20 sm, er strerklegt álbox sem hefur að geyma rafhlöðuna og rafstýringuna. Þá eru á því tvö LED-ljós sem lýsa framá við og tvö aftur LED-ljós sem eru einnig bremsuljós og blikka þegar hemlað er. Auk þess eru LED strýpur framan á stýrisstammanum og undir stigbrettinu sitthvoru meginn sem gefur Zero 9 mjög líflegt og framúrstefnulegt yfirbragð. Ef þú ert að leita að handhægu, léttu (18 kg) og öflugu rafhlaupahjóli, sem fljótlegt og auðvelt er að pakka saman, til að skjótast í strætó með eða inn í hús – þá er þetta rafhlaupahjólið. Frábært til styttri og lengri ferða þar sem brekkur eru ekki vandmál fyrir 600W rafmótor Zero 9.
- Lýsing
Lýsing
![]() |
Drægni: 40 km eftir aðstæðum |
![]() |
Mótor: 600W mótor |
![]() |
Þyngd: 18 kg |
![]() |
Hámarkshraði: 25 km/klst |
![]() |
Rafhlaða: 48V 10,5 AmpH / lithium-io |
![]() |
Gírar: 3 gíra |
![]() |
Bremsur: Skálabremsur + Mótor bremsa |
![]() |
Dekk: 8,5″ loftdekk |
![]() |
Mælaborð/skjár: Baklýstur LCD skjár |
![]() |
Hámarksþyngd: 120 kg |